Premium matcha í hæsta gæðaflokki með lífræna vottun frá Tún
Upprunaland: Japan
Bragð: Umami, auðugt og mjúkt sætubragð
Mælt með í : Matcha athöfn með heitu eða köldu vatni.
Innihald: 100% lífrænt vottað matcha grænt te úr laufblöðum fyrstu uppskeru.
Hvernig lagar þú matcha te?
Hefðbundin leið til að undirbúa matcha kemur frá japönsku teathöfninni. Það felur í sér að nota matcha skál, bambus pískara –chasen- og bambus skeið -chashaku. Settu 2 chashaku skeiðar af matcha (1,5 g) í matcha skál og helltu 100 ml af heitu vatni yfir (ekki heitara en 80 °C). Þeytið matcha kröftuglega með pískaranum, frá úlnliðnum í m-laga, ekki hringlaga, hreyfingu. Eftir um það bil 20 sekúndur ætti að hafa myndast fullkominni jade-græn froða. Þegar búið er að þeyta teið getur þú bætt við meira vatni til að gera það daufara.
Það er álíka auðvelt að blanda matcha saman með litlum hand mjólkuflóara. Bætið flatri teskeið af matcha (1,5 g) í bolla eða glas og hellið 100 ml af heitu vatni í glasið. Blandið vel saman og bætið meira vatni við ef vill. 1 teskeið gefur þér venjulega 200-250ml af matcha drykk. Rétt eins og með kaffi finnst sumum gott að drekka sterkan matcha espresso, aðrir vilja frekar bæta við vatni. Þú getur líka blandað matcha saman við safa eða mjólk.
Moya Matcha er með lífræna laufblaðið sem er vottunarmerki ESB og hefur einnig fengið Tún vottun.