Á Sake búgarðinum í Ngoma-héraði í Rúanda fer fram einstök framleiðsla á eðalkaffi sem þekkt er í kaffiheiminum fyrir framúrskarandi gæði.
Búgarðurinn er staðsettur í fjalllendi þar sem aðstæður fyrir kaffiræktun eru fádæma góðar. Framleiðslan er að miklu leyti í höndum kvenna og sameinar það besta úr báðum heimum: Hefðbundnar vinnsluaðferðir og metnaðarfulla nýsköpun.
Kaffiræktunin er samfélagsverkefni sem valdeflir konur, styrkir samfélag og menningu á svæðinu og endar á ævintýralegri bragðupplifun í bollanum þínum.