Bragðnótur: Vanilla, svart te og sætt tóbak.
Old Java kaffið var á nýlendutímanum selt dýrum dómum. Kaffið dregur nafn sitt af sérstakri framleiðsluaðferð en hrákaffið var látið standa í vöruskemmu í tvö til þrjú ár, þar sem það tapaði sýrni en sætleiki og fylling jukust á móti.
Þessi aðferð er ekki stunduð lengur í dag, en hægt er að ná fram sömu bragðeiginleikum með nútímalegum vinnsluaðferðum og við erum stolt af því að geta boðið upp á þessa sögufrægu blöndu.
Old Java hefur mikla fyllingu og lága sýrni, með örlítið piparkenndu og spennandi eftirbragði. Bragðtónarnir eru af vanillu, svörtu tei og sætu tóbaki.
Kaffibaunir ristaðar í umhverfisvænni kaffibrennslu
Við ristum allt okkar kaffi á umhverfisvænan hátt með metangasi en metangas verður til úr lífrænum heimilisúrgangi. Við erum því hægt og rólega að færa okkur yfir í hringrásarhagkerfið en með þessari aðgerð núllast út nánast öll bein kolefnislosun á vegum Te & Kaffi á Íslandi.