Hjá Rungeto-bændunum í hlíðum Kenía-fjalls er rík hefð fyrir te-ræktun, en kaffiplönturnar þar eru einnig í sérflokki. Rauð gjóskulög og löng regntímabil móta næringarríkan jarðveg sem gerir kaffið bæði þétt og bragðmikið.
Hér er á ferð kaffi með áköfum og dásamlega flóknum bragðtónum úr skógi vöxnu fjalllendi. Fjöldi smábænda á svæðinu vinnur saman og uppskeran er unnin í Karimikui-kaffimiðstöðinni sem hefur starfað frá árinu 1966. Kaffiberin eru handflokkuð, látin gerjast yfir nótt og þorna á 8-14 dögum undir vökulu auga bændanna.