14 stk kaffipúðar
French Roast er dökkuristað kaffi með löngu og miklu eftirbragði. Frönsk brennsla stendur fyrir ákveðið brennslustig þar sem kaffið er dökkristað og við það breytast bragðeiginleikar þess. Sykrurnar í bauninni brúnast meira og kaffið verður því skarpara og ilmríkara.
Lífrænar umbúðir og umhverfisvæn kaffibrennsla
Umbúðirnar okkar eru lífrænar og flokkast í brúnu tunnuna. Ekki er mælt með að setja þær í heimamoltu þar sem ferlið tekur lengri tíma en iðnarðarmolta. Við ristum allt okkar kaffi á umhverfisvænan hátt með metan gasi en metan gas verður til úr lífrænum heimilisúrgangi. Við erum því hægt og rólega að færa okkur yfir í hringrásarhagkerfið en með þessari aðgerð núllast út nánast öll bein kolefnislosun á vegum Te & Kaffi á Íslandi.