fbpx

Um okkur

Sagan okkar

Te & Kaffi er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 1984 og er leiðandi á íslenskum kaffimarkaði. Framleiðsla á kaffi spilar veigamesta þáttinn í starfsemi fyrirtækisins ásamt rekstri á níu kaffihúsum á höfuðborgarsvæðinu.


Í dag starfa í kringum 100 manns hjá fyrirtækinu í ólíkum og skemmtilegum verkefnum. Til að daglegur rekstur fjölmargra kaffihúsa og sala á ólíka markaði geti gengið sem best fyrir sig þá þarf gott skipulag og frábært starfsfólk á allar starfsstöðvar. Framleiðsla á kaffi spilar veigamesta þáttinn í starfsemi fyrirtækisins. Með aukinni vitund neytenda um hágæðakaffi hafa sóknarfæri Te & Kaffi aukist til muna á síðustu árum. Strangt gæðaeftirlit á öllu vinnsluferli kaffibaunanna tryggja gæði sem kaffiunnendur á Íslandi geta treyst. Val á réttu hráefni skiptir höfuðmáli og er kaffið smakkað af okkar þaulvönu kaffi- sérfræðingum til þess að tryggja gæði og gott bragð. Með nýrri tækni við ristun aukast gæði kaffisins okkar enn frekar. Á kaffihúsunum okkar, sem eru víðsvegar um höfuðborgarsvæðið, höfum við fullkomna stjórn á því hvernig hráefnið okkar bragðast í allri þeirri flóru af drykkjum sem boðið er upp á. Kaffihúsin eru miðstöð hugmynda og nýsköpunar með kaffið og teið og eru sífelld uppspretta nýrra drykkja, sem falla vel í kramið hjá sívaxandi hópi viðskiptavina okkar.

Starfsfólk

Arnar Þorvarðarson

Yfirmaður vöruhúss / Head of Warehouse

Ása Ottesen

Markaðsstjóri / Marketing Director

Berglind Guðbrandsdóttir

Eigandi / Owner

Björk Rafnsdóttir

Aðalbókari / Chief Accountant

Elín Perla Kolka

Gjaldkeri / Treasurer

Erla Júlía Jónsdóttir

Mannauðs- og gæðastjóri / Human Resources and Quality Manager

Guðmundur Halldórsson

Framkvæmdastjóri / Manager

Halldór Guðmundsson

Aðstoðarframkvæmdastjóri / Assistant Director

Ingibjörg Frostadóttir

Viðskiptamannabókhald / Accounting Customers

Kristín Björg Björnsdóttir

Yfirþjálfari / Head Coach

Kristín María Dýrfjörð

Eigandi / Owner

Snædís Arnardóttir

Rekstrarstjóri kaffihúsa / Director of Cafés

Stefán U. Wernersson

Framleiðslustjóri / Production Manager

Fyrirtækja­þjónusta

Við notum eingöngu besta mögulega hráefni sem hægt er að fá á markaðnum. Við vöndum valið við innkaup og smökkum hverja einustu prufu sem við fáum, áður en við kaupum tegundir inn.

Lesa meira

Sjálfbærni- stefna

Við notum eingöngu besta mögulega hráefni sem hægt er að fá á markaðnum. Við vöndum valið við innkaup og smökkum hverja einustu prufu sem við fáum, áður en við kaupum tegundir inn.

Lesa meira

Kaffi­brennslan

Við notum eingöngu besta mögulega hráefni sem hægt er að fá á markaðnum. Við vöndum valið við innkaup og smökkum hverja einustu prufu sem við fáum, áður en við kaupum tegundir inn.

Lesa meira